Marble Surface

Meðgöngujóga með Elmu Dögg

Dagleg hreyfing er mikilvæg bæði andlegri og líkamlegri heilsu og á þetta ekki síður við á meðgöngu. Fáir gera sér grein fyrir að viðmið landlæknis fyrir daglega hreyfingu breytist ekki á meðgöngu heldur skal hún vera 30 mín. af miðlungserfiðri hreyfingu alla meðgönguna fyrir heilsuhrausta einstaklinga. 

 

Sýnt hefur verið fram á að ástundun jóga á meðgöngu er frábær leið til að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir fæðinguna og eins til að hjálpa til við að jafna sig eftir fæðinguna. Auk þess hjálpar jóga okkur við að slaka á, ýtir undir vellíðan og eykur þannig líkur á að allt gangi sem best í öllu ferlinu.

 

Þegar líkaminn breytist á meðgöngu getur skapast óöryggi með hvernig má hreyfa sig og hvers konar hreyfingu er best að stunda. Á þessu námskeiði langar mig að hjálpa þér að öðlast sjálfsöryggi til að stunda hreyfingu alla meðgönguna. Við munum leggja áherslu á að byggja okkur upp bæði andlega og líkamlega með völdum jógaæfingum, öndun og hugleiðslu.

Meðgöngujóga.png

Námskeiðið er lokað og við höldum hópinn út mánuðinn, sem gerir okkur kleift að kafa dýpra í hlutina og auðveldara er að staldra við, spyrja og velta hlutunum fyrir sér þegar þörf er á.

Tímarnir verða tvisvar sinnum í viku, í fjórar vikur, og samanstanda af líkamlegum og huglægum æfingum í bland við fræðin. Nægur tími verður einnig fyrir slökun í lok hvers tíma.

 

Á þessu námskeiði lærir þú:

 • Hvernig þú getur stundað örugga hreyfingu á meðgöngu

 • Að nota öndun til að ná slökun við líkamlega áreynslu

 • Að hjálpa þér í gegnum óþægindi, svo sem hríðir, með því að fókusa á slökun og vellíðan

 • Að styrkja viðeigandi vöðva til að undirbúa líkamann fyrir fæðingu

 

Það sem þú færð út úr því:

 • Sjálfsöryggi til þess að hreyfa þig út meðgönguna

 • Betri tengingu við líkamann og þær breytingar sem eiga sér stað

 • Verður betur undirbúin til að takast á við hríðir í fæðingu

 • Hugur og líkami verða betur búin undir að takast á við fæðinguna og þær breytingar sem eiga sér stað eftir fæðingu

 

Fyrir hverja: Verðandi foreldra á hvaða tíma meðgöngu sem er.

 

Hvenær: 4-vikna námskeið. 21. febrúar - 17. mars. Mánudaga og fimmtudaga, kl. 14:00-15:15.

 

Hvar: Tímarnir munu fara fram í gegnum Zoom og verða þeir allir teknir upp og sendir út eftir hvern og einn tíma svo þátttakendur eru ekki bundnir við neinn ákveðinn ef þeir vilja horfa á æfinguna síðar.
 

Athugið: Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttarfélaginu þínu. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar.

Nánari upplýsingar: elmadogg@gmail.com

24792.png

Nánar um Elmu Dögg
Elma hefur stundað jóga um áratuga skeið og er jóga fyrir löngu orðið hluti af hennar daglega lífi. Hún hefur setið ýmis jóga-, öndunar- og hugleiðslunámskeið. Eftir að hafa fyllst löngun til að taka jóganámið lengra fór hún til Indlands þar sem hún lærði hjá Klöru Kalkusova, Guru Suresh og fleirum. Hún hefur síðan þá kennt vinyasa flæði og hatha jógatíma. Eftir að hún bætti við sig námi í meðgöngujógakennslu hefur hún svo fært sig æ meira á þá braut, verið með einkatíma og kennt námskeið. Elma lærði meðgöngujógakennsluna hjá Jennifer Moore, eiganda Dolphin Yoga, en Jennifer hefur undirbúið þúsundir kvenna fyrir fæðingu í gegnum meðgöngujóga og verið viðstödd yfir 450 fæðingar sem fæðingastuðningsaðili (doula). Í kennslu sinni leggur Elma áherslu á að tengja öndun og hreyfingar og trúir því statt og stöðugt að við getum náð meiri hugarró í gegnum betri líkamsvitund.

IMG_8769.JPG
Prenatal Yoga with Laptop
Seated Side Bend
Birth of a mother (4).png

FÆÐING MÓÐUR

Ráðstefna fyrir verðandi mæður

 

Með öllu því upplýsingaflæði sem einkennir heiminn í dag gæti meðgangan virst eins og kapphlaup við tímann til að hafa allt tilbúið fyrir barnið sem mun koma eftir 9 mánuði. En, það er líka móðir í smíðum. Á þessari ráðstefnu er áherslan á þér og fallega ferðalaginu í átt þess að verða móðir. Hvernig á að taka á þessum 9 mánuðum á andlega og líkamlega heilbrigðan hátt, undirbúa sig fyrir þá öflugu umbreytingu sem fæðingin táknar, tengja við það sem raunverulega er nauðsynlegt og gera sig tilbúna til að fæðast sem valdelfd móðir.

Hvort sem þetta er fyrsta eða fjórða meðgangan þín, því er hvert ferðalag alveg einstakt. Og stilla inn á mismunandi þætti þess að verða móðir - frá meðgöngu, mikilvægu stuðningshlutverki maka, til fæðingar og eftir fæðingu; að búa sig undir að taka á móti barninu þínu skiptir raunverulega máli. Þess vegna snýst þessi ráðstefna um þig, mamma. 

„Fæðing snýst ekki aðeins um að eignast börn. Fæðing snýst um að skapa mæður - sterkar, hæfar og færar mæður sem treysta sér og þekkja sinn innri styrk. - Barbara Katz Rothman

Hér er mælandaskráin:

 1. Hulda Sigurlína Þórðardóttir
  Hulda Sigurlína Þórðardóttir er ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, IBCLC brjóstagjafaráðgjafi og er í stjórn Félags íslenskra brjóstagjafaráðgjafa. Hún er sjálfstætt starfandi brjóstagjafaráðgjafi, bæði fyrir mæður fyrstu vikurnar eftir fæðingu en einnig fyrir allar mæður sem þurfa síðar á brjóstagjafaráðgjöf að halda.
  Heiti: Af hverju brjóstagjöf?
  Útdráttur
  :  Brjóstagjöf snýst um að njóta og gefa ást, að læra að hlusta á barnið, hvernig þú byggir upp traust og hægir á, hvernig þú verður að læra nýja hluti og hvernig alls konar reglur um brjóstagjöf eða í kringum nýfætt barn eða aðeins eldra barn hafa áhrif á brjóstagjöf. 

 2. Arney Þórarinsdóttir
  Ég bý með manninum mínum og börnunum okkar þremur. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2001 og sem ljósmóðir árið 2009. Sama ár stofnaði ég Björkina ásamt fleiri ljósmæðrum sem voru með mér í ljósmóðurnáminu. Í dag er ég annar eigandi og framkvæmdarstjóri Bjarkarinnar. Ég hef unnið við heimafæðingar frá árinu 2010 og við fæðingar á fæðingarheimili Bjarkarinnar frá árum 2017. Í Björkinni sinni ég einnig mæðravernd, heimaþjónustu eftir fæðingu og kennslu bæði verðandi foreldra og sjúkraflutningafólks.
  Heiti: Fæðing móður Stundin þegar við megum allt.
  Útdráttur: Hvernig getum við sem best yfirstigið ótta fyrir fæðingu og notið þess að fæða barnið okkar og verða mæður.

 3. Elísabet Jóhannesdóttir
  Elísabet er tveggja barna móðir, löggiltur næringarfræðingur, lífsstílspælari og náttúruunnandi. Í frítíma sínum vill hún helst vera að drekka te, njóta náttúrunnar, dansa, lesa fræðibækur og borða góðan mat. Í starfi sínu sérhæfir hún sig í því: hjálpa fólki sem glímir við óheilbrigt samband við mat og við líkama sinn, hjálpa fólki sem glímir við mikil streitueinkenni og kulnun, og fræðir foreldra um hvernig þau geta stutt börn sín með virðingarríku mataruppeldi.
  Heiti:  Næringarinnsæi á meðgöngu og í sængurlegu.
  Útdráttur: 
  Með nýju barni koma ný tækifæri til þess að huga að heilsunni, andlegri og líkamlegri. Hvernig getum við heiðrað líkamann okkar sem skapar nýtt líf. 

 4. Hólmfríður Hilmarsdóttir
  Hólmfríður Hilmarsdóttir, heilsunuddari og móðir. Eftir 20 ára starfsaldur sem leikskólakennari söðlaði ég um og lærði Heilsunudd í FÁ. Í 2 ár hef ég unnið bæði sjálfstætt og hjá Hreyfingu Spa. Mín áhersla í meðhöndlun er að skapa tengingu, jafnvægi og flæði sem leiðir til meiri orku og betri líðan. Til þess nota ég m.a. 5 elementa greiningu sem byggir á TCM (Traditional Chinese Medicine).
  Heiti: Hin náttúrlega móðir.
  Útdráttur
  : Mikilvægi þess að heiðra og elska sjálfan sig sem verðandi móður. Fagna augnablikinu þegar þú sem móðir fæðist með barninu þínu.

 5. Vilhjálmur Andri Einarsson
  Vilhjálmur Andri Einarsson er eiginmaður, faðir 3 dætra, og heilsu- og lífsleikniþjálfari, meðstofnandi ANDRI ICELAND. Hann sérhæfir sig í öndun og hugarfari sem lykilatriðum að vellíðan, streituminnkun og verkjameðferð.
  Heiti: Mikilvægi öndunar og hlutverk félaga
  Útdráttur: Mikilvægi öndunar á meðgöngu, fæðingu og eftir fæðingu. Og mikilvægi þess að hafa stuðningsaðila/umönnunaraðila í gegnum ferlið. 

 6. Tanit Karolys
  Ég hef lesið hundruðir bóka, hef lokið ótal námskeiðum og kennaranámi, ég er Concious Coach leiðbeinandi með viðurkenningu frá Dr. Shefali, ég er móðir, eiginkona og ég er stöðugt að læra og vaxa. Ég er ekki hér til að setja mig á háan hest og predika yfir ykkur - heldur til að deila með ykkur því ég hef lært í gegnum tíðina, tækni og verkfærum. 
  Það sem mikilvægast er, ég hef nú þegar hjálpað þúsundum með nálgun minni sem hefur sannað sig að virkar.
  Heiti: Meðvitað uppeldi
  Útdráttur: Getting ready and learning how to become a parent