Marble Surface

Meðgöngujóga með Elmu Dögg

Dagleg hreyfing er mikilvæg bæði andlegri og líkamlegri heilsu og á þetta ekki síður við á meðgöngu. Fáir gera sér grein fyrir að viðmið landlæknis fyrir daglega hreyfingu breytist ekki á meðgöngu heldur skal hún vera 30 mín. af miðlungserfiðri hreyfingu alla meðgönguna fyrir heilsuhrausta einstaklinga. 

 

Sýnt hefur verið fram á að ástundun jóga á meðgöngu er frábær leið til að undirbúa sig andlega og líkamlega fyrir fæðinguna og eins til að hjálpa til við að jafna sig eftir fæðinguna. Auk þess hjálpar jóga okkur við að slaka á, ýtir undir vellíðan og eykur þannig líkur á að allt gangi sem best í öllu ferlinu.

 

Þegar líkaminn breytist á meðgöngu getur skapast óöryggi með hvernig má hreyfa sig og hvers konar hreyfingu er best að stunda. Á þessu námskeiði langar mig að hjálpa þér að öðlast sjálfsöryggi til að stunda hreyfingu alla meðgönguna. Við munum leggja áherslu á að byggja okkur upp bæði andlega og líkamlega með völdum jógaæfingum, öndun og hugleiðslu.

Meðgöngujóga.png

Námskeiðið er lokað og við höldum hópinn út mánuðinn, sem gerir okkur kleift að kafa dýpra í hlutina og auðveldara er að staldra við, spyrja og velta hlutunum fyrir sér þegar þörf er á.

Tímarnir verða tvisvar sinnum í viku, í fjórar vikur, og samanstanda af líkamlegum og huglægum æfingum í bland við fræðin. Nægur tími verður einnig fyrir slökun í lok hvers tíma.

 

Á þessu námskeiði lærir þú:

  • Hvernig þú getur stundað örugga hreyfingu á meðgöngu

  • Að nota öndun til að ná slökun við líkamlega áreynslu

  • Að hjálpa þér í gegnum óþægindi, svo sem hríðir, með því að fókusa á slökun og vellíðan

  • Að styrkja viðeigandi vöðva til að undirbúa líkamann fyrir fæðingu

 

Það sem þú færð út úr því:

  • Sjálfsöryggi til þess að hreyfa þig út meðgönguna

  • Betri tengingu við líkamann og þær breytingar sem eiga sér stað

  • Verður betur undirbúin til að takast á við hríðir í fæðingu

  • Hugur og líkami verða betur búin undir að takast á við fæðinguna og þær breytingar sem eiga sér stað eftir fæðingu

 

Fyrir hverja: Verðandi foreldra á hvaða tíma meðgöngu sem er.

 

Hvenær: 4-vikna námskeið. 21. febrúar - 17. mars. Mánudaga og fimmtudaga, kl. 14:00-15:15.

 

Hvar: Tímarnir munu fara fram í gegnum Zoom og verða þeir allir teknir upp og sendir út eftir hvern og einn tíma svo þátttakendur eru ekki bundnir við neinn ákveðinn ef þeir vilja horfa á æfinguna síðar.
 

Athugið: Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttarfélaginu þínu. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar.

Nánari upplýsingar: elmadogg@gmail.com

24792.png

Nánar um Elmu Dögg
Elma hefur stundað jóga um áratuga skeið og er jóga fyrir löngu orðið hluti af hennar daglega lífi. Hún hefur setið ýmis jóga-, öndunar- og hugleiðslunámskeið. Eftir að hafa fyllst löngun til að taka jóganámið lengra fór hún til Indlands þar sem hún lærði hjá Klöru Kalkusova, Guru Suresh og fleirum. Hún hefur síðan þá kennt vinyasa flæði og hatha jógatíma. Eftir að hún bætti við sig námi í meðgöngujógakennslu hefur hún svo fært sig æ meira á þá braut, verið með einkatíma og kennt námskeið. Elma lærði meðgöngujógakennsluna hjá Jennifer Moore, eiganda Dolphin Yoga, en Jennifer hefur undirbúið þúsundir kvenna fyrir fæðingu í gegnum meðgöngujóga og verið viðstödd yfir 450 fæðingar sem fæðingastuðningsaðili (doula). Í kennslu sinni leggur Elma áherslu á að tengja öndun og hreyfingar og trúir því statt og stöðugt að við getum náð meiri hugarró í gegnum betri líkamsvitund.

IMG_8769.JPG
Prenatal Yoga with Laptop
Seated Side Bend