Breastfeeding Education
with Hulda Sigurlína Þórðardóttir
Vikuleg fræðsla um brjóstagjöf
Alla miðvikudaga kl 9:45 - 11:15
Ertu að hugsa um brjóstagjöf eða ert með barn á brjósti?
Fáðu stuðning og ráðgjöf um brjóstagjöf frá Huldu Sigurlínu Þórðardóttur, móður þriggja barna sem öll voru á brjósti, ljósmóður og IBCLC brjóstagjafaráðgjafa, auk annarra mæðra. Komdu og fáðu svör við spurningum um allt sem tengist brjóstagjöf, sem og meðgöngu og móðurhlutverkinu. Við erum hér til að styðja þig.
Umræðufundirnir eru með fræðslu frá brjóstagjafaráðgjafa og svo umræðum á eftir.
-
Langar þig til að hitta aðrar mæður í svipuðum sporum?
-
Ertu þunguð og langar þig læra um brjóstagjöf?
-
Viltu læra að treysta þínu innsæi varðandi brjóstagjöfina og barnið þitt?
-
Viltu læra um hvernig brjóstagjöf getur verið uppeldisaðferð - meira en bara matur?
-
Langar þig til að fræðast meira um brjóstagjöf, umfram fyrstu vikurnar?
-
Hvenær áttu að fara að gefa barninu aðra fæðu með brjóstamjólkinni?
-
Hvað með næturgjafir?
-
Ertu með “gamalt” barn á brjósti og þarfnast stuðnings eða bara langar að koma?
Hittu hópinn á vinnustofunni á Fiskislóð 53, 101 Rkv, eða streymdu í gegnum ZOOM.
-
Hvenær: Alla miðvikudaga kl 9:45 - 11:15
-
Hvar: Í TANIT Stúdió - Fiskislóð 53, 101 Reykjavík (Sólir, Salur 3) eða á netinu (ZOOM). Þú velur.
-
Verð: Stakur tími: 3.000 kr., 4 tímar: 8.000 kr.
Fyrsti tíminn er frír ef þú notar afsláttarkóðan FYRIR0
*Einnig fyrir enskumælandi mömmur.