Brjóstagjöf - fræðslu og umræðufundir
með Huldu Sigurlínu Þórðardóttur
Vikuleg fræðsla um brjóstagjöf
Alla miðvikudaga kl 9:45 - 11:15
Ertu að hugsa um brjóstagjöf eða ert með barn á brjósti?
Fáðu stuðning og ráðgjöf um brjóstagjöf frá Huldu Sigurlínu Þórðardóttur, móður þriggja barna sem öll voru á brjósti, ljósmóður og IBCLC brjóstagjafaráðgjafa, auk annarra mæðra. Komdu og fáðu svör við spurningum um allt sem tengist brjóstagjöf, sem og meðgöngu og móðurhlutverkinu. Við erum hér til að styðja þig.
​
Umræðufundirnir eru með fræðslu frá brjóstagjafaráðgjafa og svo umræðum á eftir.
-
Langar þig til að hitta aðrar mæður í svipuðum sporum?
-
Ertu þunguð og langar þig læra um brjóstagjöf?
-
Viltu læra að treysta þínu innsæi varðandi brjóstagjöfina og barnið þitt?
-
Viltu læra um hvernig brjóstagjöf getur verið uppeldisaðferð - meira en bara matur?
-
Langar þig til að fræðast meira um brjóstagjöf, umfram fyrstu vikurnar?
-
Hvenær áttu að fara að gefa barninu aðra fæðu með brjóstamjólkinni?
-
Hvað með næturgjafir?
-
Ertu með “gamalt” barn á brjósti og þarfnast stuðnings eða bara langar að koma?
Hittu hópinn á vinnustofunni á Fiskislóð 53, 101 Rkv, eða streymdu í gegnum ZOOM.
-
Hvenær: Alla miðvikudaga kl 9:45 - 11:15
-
Hvar: Í TANIT Stúdió - Fiskislóð 53, 101 Reykjavík (Sólir, Salur 3) eða á netinu (ZOOM). Þú velur.
-
Verð: Stakur tími: 3.000 kr., 4 tímar: 8.000 kr.
​
Fyrsti tíminn er frír ef þú notar afsláttarkóðan FYRIR0
​
*Einnig fyrir enskumælandi mömmur.