BLEYJULAUST UPPELDI FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 0-18 MÁNAÐA
Meira en helmingur barna í heiminum eru farin að nota kopp við eins árs aldur. Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér hvað fólk gerir á stöðum þar sem bleyjur eru ekki aðgengilegar? Áður en einnota bleyjur voru fundnar upp á sjöunda áratugnum, voru 92% barna farin að nota kopp við 18 mánaða aldur, bara í Bandaríkjunum. Í dag er meðalaldurinn 36 mánaða (3 ára) og heldur áfram að hækka á hverju ári.
Bleyjulaust uppeldi er mild leið til að bregðast við náttúrulegum hreinlætisþörfum barns, allt frá fæðingu. Líkt og öll spendýr, streitast ungabörn ósjálfrátt á móti því að óhreinka sig, svefnplássið sitt og umönnunaraðila, og þau tjá það greinilega frá fæðingu. Með BU lærum við merki barnsins og náttúrulegan takt og aðstoðum þau við þetta ferli þar til þau öðlast sjálfstæði á náttúrulegan hátt (venjulega um 9-18 mánaða aldur).
Foreldrar í BU, nota bleyjuna sem „til vara“ í staðinn fyrir salerni sem börnin eru klædd í. (Þess vegna köllum við þetta „Bleyjulaust“. Ekki háð bleyjunni – þetta snýst ekki um að barnið sé nakið allan daginn! 😊) Með BU stillum við okkur inn á það sem börnin okkar biðja um frá fæðingu, hjálpum þeim að nota salerni á meðan þau þroska hreyfifærni og langtímaminni, og kennum þeim að lokum hvernig á að gera það sjálf. Þetta er mjög náttúruleg leið í átt að sjálfstæði á salerninu.
Flestir foreldrar nota varableyju þar til barnið er 9-16 mánaða og langflestir nota BU bara að hluta til (svo það sé hægt að fella það inn í erilsama dagskrá á þægilegan hátt).
Önnur leið til að líta á þetta: Hvað gerði mannfólk fyrir bleyjur? Og hvað gerir fólk á svæðum þar sem bleyjur eru ekki fáanlegar útí búð? Börn stjórnast af eðlishvöt og við getum séð að þau eru að reyna að segja okkur hvað þau vilja - umfram það að borða, sofa og vera hlýtt, tjá þau sig líka um það þegar þau þurfa að nota koppinn.
Að læra að eiga samskipti við þau á þennan hátt samræmist mildum/meðvituðum uppeldisaðferðum á fallegan máta.
Á þessu fría námskeiði lærir þú:
• Bleyjulaust uppeldi fyrir börn á aldrinum 0-18 mánaða
• Hvernig á að byrja, miðað við aldur barnsins
• Hvernig á að halda áfram
Það sem þú færð út úr því:
-
Lærir um salernisþarfir barnsins þíns og samskipti
-
Sparar sem samsvarar bleyjum til 1-2 ára og þrif
-
Aldrei aftur bleyjuútbrot
-
Afslátt af Bleyjulaust Uppeldi (EC) vörum frá montessori.is verslun
Þú getur líka skrá þig í lokaðan samfélagshóp þar sem þú færð:
-
Mánaðarlegir Zoom fundir til að svara öllum þínum spurningum og leiðbeina þér í gegnum hinar ýmsu tímamótabreytingar með barninu þínu.
-
When you join we will do a 1on1 session to get to know you and your baby better.
-
1on1 guidance when transitioning out of diapers. I've got you!
-
Hittir aðra foreldra sem fylgja BU
-
Lokaður Facebook hópur með nauðsynlegu efni/upplýsingum.
-
Rými til að deila spurningum og fá svör við hvenær sem er.
-
Samfélag til að styðja þig þangað til barnið lærir að nota salernið sjálft og víðar.
If you are ready to join the community, follow this link to register.
>Fyrir hverja: Foreldra, verðandi foreldra eða umönnunaraðila.
Note: The workshop is in English - Icelandic subtitles will follow soon.
"Ég viðurkenni að ég hafði takmarkaða trú á bleyjulausu uppeldi til að byrja með. Ég viðurkenni líka að núna þykir mér alger bleyjunotkun slæmur samfélagsávani og í raun ákveðin hunsun á þörfum ungabarna. Ég sá það skýrt strax fyrsta daginn, sem ég hlustaði eftir og brást við merkjum barnsins míns um að það þyrfti að gera þarfir sínar, að þarna hefði ákveðin meinloka átt sér stað. Barnið sýnir þessi merki á sama hátt og þegar það þarf að sofa, drekka og borða. Barnið vill fá aðstoð við að losa á annan stað en á sig sjálft, alveg eins og ég myndi vilja sjálf ef ég gæti ekki athafnað mig á þann hátt. Ég lærði að koma betur fram við barnið mitt og sína þörfum þess meiri virðingu. Jákvæðu umhverfisáhrifin sem þessi nálgun hefur í för með sér er ekki síður mikilvægur ávinningur.!"
- Sunna
Andri stundar bleyjulaust uppeldi: „Ég bara trúði þessu ekki“
Hlustaðu á Tanit ræða og útskýra um bleyjulaust uppeldi
KOPPAÞJÁLFUN | Börn 18 mánaða og eldri
KOPPAÞJÁLFUN FYRIR BÖRN 18 MÁNAÐA OG ELDRI
Ef þú vilt hjálpa barninu þínu að hætta að nota bleyjur í eitt skipti fyrir öll, og þú vilt læra koppaþjálfun en veist ekki hvar þú átt að byrja, þá er þetta námskeið fyrir þig.
Koppaþjálfun er blíðlegur, markviss atburður sem á sér aðeins stað einu sinni og leiðir til þess að barnið þitt veit hvenær það á að nota koppinn, miðlar þessari þörf og fær aðstoð við allt salernisferlið þar til koppasjálfstæði er náð (þegar barnið þitt getur þetta alveg sjálft).
Aðferðin sem ég nota þegar ég kenni koppaþjálfun miðar að því að læra um barnið þitt, kenna því og hjálpa því að ljúka ferlinu - bjóða upp á nýja leið til sjálfstæðis. Við foreldrarnir hefjum þessa þjálfun þegar VIÐ erum tilbúin (ekki barnið). Þau geta þegar þú ert tilbúin/n.
Koppaþjálfun ætti aldrei að fela í sér ytri hvatningu eins og nammi, límmiðakort eða refsingu.
Að fara að pissa er náttúruleg athöfn. Að setja pissið í rétta ílátið er lærð athöfn. Koppaþjálfun barnsins þíns er „nú gerum við í klósettið, ekki bleyjuna“ stund, og að leiðbeina því ferli ætti að vera fljótlegt og blíðlegt, en þó ákveðið og markvisst.
Eins og ég kenni þessa aðferð getur koppaþjálfun byrjað strax við 18 mánaða aldur. Fyrir yngri börn mæli ég með því að byrja á námskeiðinu mínu, Bleyjulaust Uppeldi. Lykillinn er að byrja - því því eldra sem barn verður því erfiðari verður koppaþjálfunin.
Hversu langan tíma tekur koppaþjálfun venjulega?
Flestir foreldrar klára koppaþjálfunarferlið að meðaltali á 7 dögum, án þess að nota afl, nammi eða límmiða. Eftir það ljúka flestir foreldrar koppasjálfstæðinu í litlum, sérsniðnum skrefum næstu daga, vikur og mánuði (t.d. að girða niðrum sig o.s.frv.).
Á þessu námskeiði lærir þú:
-
Hvernig á að byrja og ljúka koppaþjálfun barnsins þíns
-
Einfalda og virðingarfulla nálgun sem byggir á innsæi
-
Hvað á að gera og ekki gera í ferlinu
-
Hvernig á að öðlast koppasjálfstæði
-
Eftirfylgni eftir námskeiðið
-
Afslátt af Bleyjulaust Uppeldi (EC) vörum frá montessori.is verslun
>Athugið: Hugsanlega er hægt að fá endurgreiðslu frá stéttafélaginu þínu. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar. Námskeið er á ensku. Textar á íslensku koma á næstunni.
"Ég var óörugg fyrir því ferli að hjálpa tæplega þriggja ára drengnum mínum að hætta að nota bleyju. Tanit veitti mér leiðsögn og öryggi sem gerði mér kleift að vera sterkur klettur drengsins míns í ferlinu og hjálpa honum á virðingaríkan hátt við að taka þetta valdeflandi skref í sínu lífi. Ef ég fann fyrir óöryggi í ferlinu var Tanit alltaf með svör og veitti mér öryggið aftur. Ferlið gekk vonum framar og drengurinn ánægður og stoltur. Ég er svo þakklát að hafa farið þessa leið." - Sunna