Móðurhlutverkið

00100lPORTRAIT_00100_BURST20190709205327
Meðganga

Tilvonandi móðir

Hugur þinn og líkami eru að fara að með þig inn í fallega umbreytingu. Áhyggjur, stress og óvissa eiga eftir að koma og fara á þessu tímabili. En einnig gleði, tilhlökkun og valdeflandi tilfinningar. Hvernig þú átt að vera í þínu jafnvægi, heilbrigð og treysta á þína innri hæfileika til þess að leiðbeina þér. Fjarri þrýstingi samfélagsins um hvað má og má ekki gera. 
Þetta er ÞÍN vegferð.

00100lrPORTRAIT_00100_BURST2019112220490

Settur dagur

Líkami þinn var hannaður fyrir þessa fallegu stund. 
Sem fínstillir hug þinn og líkama á náttúrulegan og valdeflandi hátt. Sleppir tökunum á þrýstingi og væntingum og kveikir á meðfæddum verkfærum sem líkami þinn býr yfir. Að skilja til fulls hvernig þetta virkar allt and stilla fullkomlega inná þína ótrúlegu meðfæddu hæfileika.

Family_Portraits_WebRes-03.jpg

Mömmustund

Þetta er tími til að jafna sig og mynda tengsl. Tími til þess að hægja á og njóta tímans sem þú átt með barninu þínu. Þú ert að læra og uppgötva dýrmæta hluti. Og það eru nokkur mikilvæg málefni sem þarf að tækla. Eins og brjóstagjöf, svefn, hægðasamskipti og fleira. Fyrstu mánuðurnir snúast um að mæta þörfum þínum og barnsins þíns á sem mýkstan og náttúrulegastan hátt.

Birth of a mother (4).png

FÆÐING MÓÐUR

Ráðstefna fyrir verðandi mæður

 

Með öllu því upplýsingaflæði sem einkennir heiminn í dag gæti meðgangan virst eins og kapphlaup við tímann til að hafa allt tilbúið fyrir barnið sem mun koma eftir 9 mánuði. En, það er líka móðir í smíðum. Á þessari ráðstefnu er áherslan á þér og fallega ferðalaginu í átt þess að verða móðir. Hvernig á að taka á þessum 9 mánuðum á andlega og líkamlega heilbrigðan hátt, undirbúa sig fyrir þá öflugu umbreytingu sem fæðingin táknar, tengja við það sem raunverulega er nauðsynlegt og gera sig tilbúna til að fæðast sem valdelfd móðir.

Hvort sem þetta er fyrsta eða fjórða meðgangan þín, því er hvert ferðalag alveg einstakt. Og stilla inn á mismunandi þætti þess að verða móðir - frá meðgöngu, mikilvægu stuðningshlutverki maka, til fæðingar og eftir fæðingu; að búa sig undir að taka á móti barninu þínu skiptir raunverulega máli. Þess vegna snýst þessi ráðstefna um þig, mamma. 

„Fæðing snýst ekki aðeins um að eignast börn. Fæðing snýst um að skapa mæður - sterkar, hæfar og færar mæður sem treysta sér og þekkja sinn innri styrk. - Barbara Katz Rothman

Hér er mælandaskráin:

 1. Hulda Sigurlína Þórðardóttir
  Hulda Sigurlína Þórðardóttir er ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, IBCLC brjóstagjafaráðgjafi og er í stjórn Félags íslenskra brjóstagjafaráðgjafa. Hún er sjálfstætt starfandi brjóstagjafaráðgjafi, bæði fyrir mæður fyrstu vikurnar eftir fæðingu en einnig fyrir allar mæður sem þurfa síðar á brjóstagjafaráðgjöf að halda.
  Heiti: Af hverju brjóstagjöf?
  Útdráttur
  :  Brjóstagjöf snýst um að njóta og gefa ást, að læra að hlusta á barnið, hvernig þú byggir upp traust og hægir á, hvernig þú verður að læra nýja hluti og hvernig alls konar reglur um brjóstagjöf eða í kringum nýfætt barn eða aðeins eldra barn hafa áhrif á brjóstagjöf. 

 2. Arney Þórarinsdóttir
  Ég bý með manninum mínum og börnunum okkar þremur. Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2001 og sem ljósmóðir árið 2009. Sama ár stofnaði ég Björkina ásamt fleiri ljósmæðrum sem voru með mér í ljósmóðurnáminu. Í dag er ég annar eigandi og framkvæmdarstjóri Bjarkarinnar. Ég hef unnið við heimafæðingar frá árinu 2010 og við fæðingar á fæðingarheimili Bjarkarinnar frá árum 2017. Í Björkinni sinni ég einnig mæðravernd, heimaþjónustu eftir fæðingu og kennslu bæði verðandi foreldra og sjúkraflutningafólks.
  Heiti: Fæðing móður Stundin þegar við megum allt.
  Útdráttur: Hvernig getum við sem best yfirstigið ótta fyrir fæðingu og notið þess að fæða barnið okkar og verða mæður.

 3. Elísabet Jóhannesdóttir
  Elísabet er tveggja barna móðir, löggiltur næringarfræðingur, lífsstílspælari og náttúruunnandi. Í frítíma sínum vill hún helst vera að drekka te, njóta náttúrunnar, dansa, lesa fræðibækur og borða góðan mat. Í starfi sínu sérhæfir hún sig í því: hjálpa fólki sem glímir við óheilbrigt samband við mat og við líkama sinn, hjálpa fólki sem glímir við mikil streitueinkenni og kulnun, og fræðir foreldra um hvernig þau geta stutt börn sín með virðingarríku mataruppeldi.
  Heiti:  Næringarinnsæi á meðgöngu og í sængurlegu.
  Útdráttur: 
  Með nýju barni koma ný tækifæri til þess að huga að heilsunni, andlegri og líkamlegri. Hvernig getum við heiðrað líkamann okkar sem skapar nýtt líf. 

 4. Hólmfríður Hilmarsdóttir
  Hólmfríður Hilmarsdóttir, heilsunuddari og móðir. Eftir 20 ára starfsaldur sem leikskólakennari söðlaði ég um og lærði Heilsunudd í FÁ. Í 2 ár hef ég unnið bæði sjálfstætt og hjá Hreyfingu Spa. Mín áhersla í meðhöndlun er að skapa tengingu, jafnvægi og flæði sem leiðir til meiri orku og betri líðan. Til þess nota ég m.a. 5 elementa greiningu sem byggir á TCM (Traditional Chinese Medicine).
  Heiti: Hin náttúrlega móðir.
  Útdráttur
  : Mikilvægi þess að heiðra og elska sjálfan sig sem verðandi móður. Fagna augnablikinu þegar þú sem móðir fæðist með barninu þínu.

 5. Vilhjálmur Andri Einarsson
  Vilhjálmur Andri Einarsson er eiginmaður, faðir 3 dætra, og heilsu- og lífsleikniþjálfari, meðstofnandi ANDRI ICELAND. Hann sérhæfir sig í öndun og hugarfari sem lykilatriðum að vellíðan, streituminnkun og verkjameðferð.
  Heiti: Mikilvægi öndunar og hlutverk félaga
  Útdráttur: Mikilvægi öndunar á meðgöngu, fæðingu og eftir fæðingu. Og mikilvægi þess að hafa stuðningsaðila/umönnunaraðila í gegnum ferlið. 

 6. Tanit Karolys
  Ég hef lesið hundruðir bóka, hef lokið ótal námskeiðum og kennaranámi, ég er Concious Coach leiðbeinandi með viðurkenningu frá Dr. Shefali, ég er móðir, eiginkona og ég er stöðugt að læra og vaxa. Ég er ekki hér til að setja mig á háan hest og predika yfir ykkur - heldur til að deila með ykkur því ég hef lært í gegnum tíðina, tækni og verkfærum. 
  Það sem mikilvægast er, ég hef nú þegar hjálpað þúsundum með nálgun minni sem hefur sannað sig að virkar.
  Heiti: Meðvitað uppeldi
  Útdráttur: Getting ready and learning how to become a parent