top of page

Foreldrahlutverkið

Meðvitað uppeldi

Svefn

.

Bleyjulaust Uppeldi

Baby led weaning

.

116072948_329721951745706_2970218505811939368_n.jpg

Brjóstagjöf

.

Við eyðum mörgum árum í að læra, að safna vitneskju fyrir starfið, áhugamálin, eða til að þroska hæfileika. Við tökum frá tíma fyrir heilsuna, til að læra um næringu og hvernig á að þjálfa líkamann. En þegar kemur að því að eignast börn og mikilvægi þess að hafa það verkefni að ala upp aðra manneskju til að verða heilsteyptur fullorðinn einstaklingur, er tilhneigingin að halda að þekkingin sé þegar til staðar frá náttúrunnar hendi. „Okkur er ætlað að gera þetta“. 

Meðvitað uppeldi leggur ekki áherslu á hvernig þú átt að „ala upp“ barnið þitt. En snýr hins vegar að því hvernig þú getur undirbúið þig og umbreytt þér til þess að geta boðið barninu þínu bestu útgáfuna af þér. Að uppgötva hvernig eigin mynstur og skilyrðingar geta takmarkað þig og aftrað þér frá því að vera fullkomlega til staðar í þessari nýju vegferð foreldrahlutverksins, sem hefur bein áhrif á uppeldi barnsins þíns. 

Hvort sem þú ert verðandi foreldri, nýtt foreldri eða hefur verið á þessu ferðalagi um tíma, þá er alltaf til rými þar sem þú getur fundið sanna lífsfyllingu með því að uppgötva og grafa djúpt í kveikjurnar, sársaukann, gömlu skilyrðingarnar og notað það sem skref uppá við í áttina að því verða meðvitað foreldri fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Fyrir fullt og allt.

Undir áhrifum frá beinni kennslu Dr. Shefali, þá fór ég í gegnum stærstu umbreytingu ævi minnar. Og varð meðvituð um mín mynstur á leiðinni til þess að verða fyllilega á staðnum fyrir barnið mitt.  Frá fæðingu hefur hún verið minn helsti kennari, og ekki aðeins hjálpað mér að græða gömul ómeðvituð mynstur heldur líka að blómstra sem leiðbeinandi í hennar lífi.  Fjarri stjórnsömum mynstrum og í fullkomnum samhljómi við samband sem byggir á skilyrðislausri ást.  

 

Sem hluti af því að verða móðir, þá valdi ég að stilla mig inná náttúrulegustu og frumstæðustu hliðar foreldrahlutverksins. Þetta er það sem kallaði á mig sem móður og kom eiginmanni mínum á óvart. Við fylgdum barninu. Allt frá því að sofa saman (co-sleeping), brjóstagjöf, náttúrulegum matarvenjum og Bleyjulaust Uppeldi. Til opinna rýma, virðingarfullra samskipta, trausts og þess að sjá barnið þitt sem fullfæran einstakling í hverju skrefi. 

Ég hlakka til að deila með ykkur öllu um Meðvitað uppeldi, sem og ákveðnum aðferðum við náttúrulegri nálgun við uppeldi barnsins/barnanna ykkar.   

bottom of page